Skeiðháholt mynd 3
Skip Navigation Links > Um okkur
Venjulegt letur    Stórt letur

Hrossarækt

Skip Navigation Links.

Auglýsingar

Fyrirspurnir


Leita á vefsíðu
Teljari: 169084

Sagan


Jón Vilmundarson

         Jón og Jódís frá Skeiðháholti 

Hrossarækt á Skeiðháholti 1

Skeiðháholt hefur verið í hrossarækt, að fornu og nýju. Þaðan var hinn frækni skeiðhestur Fannar frá Skeiðháholti, sem sló Íslandsmet Glettu frá Lauganesi í 250 metra skeiði. Í dag eru það stóðhestarnir Hrói, Kolviður og Húmfaxi frá Skeiðháholti 1 sem bera hróðurinn. Ræktendur þeirra eru Jón Vilmundarson og Guðrún Helga Þórisdóttir á Skeiðháholti 1.

Jón er fæddur og uppalinn á Skeiðháholti. Hann átti hross frá barnsaldri og reið mikið út. Hann fékk snemma áhuga á hrossarækt og ræktaði út af hryssum af gömlu kyni á Skeiðháholti. Fyrsti alvöru gæðingur Jóns var Fjöður frá Skeiðháholti, undan Fannari frá Skeiðháholti. Fjöður var góð alhliðahryssa og varð meðal annars efst í A flokki gæðinga á Murneyrum 1981. Knapi var Jón sjálfur, þá aðeins sextán ára. Tvær dætur Fjaðrar eru ennþá í ræktun, Frá undan Þætti frá Kirkjubæ og Freyja, undan Trostani frá Kjartansstöðum. Þær hafa reynst þokkalega.Farsæl brúðargjöf

Árið 1986 bættist nýr einstaklingur í hrossahópinn á Skeiðháholti 1, sem átti eftir að marka nýtt upphaf í hrossarækt á bænum. Þetta var móálótt merfolald, sem fékk nafnið Brúða frá Gullberastöðum. Hún hefur reynst reynst frábær undaneldishryssa. Undan henni eru þrír 1. verðlauna stóðhestar. Þrjár dætur hennar eru framtíðar ræktuanrhryssur á Skeiðháholti 1, Una, Bríet og Jódís.
„Við fengum hana í brúðargjöf frá móðursystir Helgu,“ segir Jón og þar með er komin skýring á nafninu. „Hún tamdist mjög vel. Fór í þokkalegan dóm fimm vetra og bætti seig verulega sex vetra. Síðan hefur hún verið í folaldseign. Við keyptum móðir hennar, Urði frá Gullberastöðum, og systir að föðurnum, Snöru frá Gullberastöðum. Þær hafa reynst vel í undaneldi. Snara var flott klárhryssa, og gott keppnishross en Magnús Trausti Svavarsson og Þórður Þorgeirsson kepptu á henni með góðum árangri. 
Brúða mun taka yfir sem ættmóðir á Skeiðháholti. Við seljum ekki hryssur undan henni. Við höfum notað syni hennar töluvert á okkar hryssur. Þeir eru að gefa okkur góð og falleg hross.“


Skuggi og Nökkvi í bakseglunum

Brúða er skyldleikaræktuð út af þeim feðgum Skugga frá Bjarnanesi og Nökkva frá Hólmi. Þeir koma margoft fyrir í ættartréinu. Ófeigur frá Flugumýri er afi hennar í föðurætt.
„Ég hefði trúlega ekki valið þetta folald sjálfur, var ekkert hrifinn af þessari ættlínu. Þegar hún kom um haustið bar hún hins vegar af í stóðinu og hefur gert það síðan. Er áberandi hross. Hún er með hreina og trausta lund, ekki hlýja. Er algjörlega hrekklaus og mjög dugleg. Hún var eins og klárhryssa á tölti og brokki. Það þurfti að gangsetja hana eins og klárhross, en síðan varð hún flugvökur sex vetra. Magnús Svavarsson sýndi hana fimm vetra og Eiríkur Guðmundsson þegar hún var sex vetra. Ég man að hún var mjög örugg í dómi. Eiríkur reið ekki nema þrjár ferðir. Og þar með var það komið. Þá var að vísu ekki dæmt fet.“


Alhliða hross í uppáhaldi

„Alhliða hrossin hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá okkur, “ segir Jón. „Töltið verður að vera gott, rúmt, og hrossinu eiginlegt. Mér leiðast klárgeng hross. Markmiðið er að rækta hross með 9,0 fyrir tölt og frambyggingu. Brúða hefur gefið okkur fjögur hross með 9,0 fyrir tölt og vilja.“
-Hvaða stóðhesta hafið þið notað til að ná þessum markmiðum?
„Þóroddur frá Þóroddsstöðum er mjög áhugaverður stóðhestur að okkar mati. Hann er að vísu ekki með 9,0 fyrir háls, en hann nýtir hann vel og er með þetta tölt sem við sækjum í, rúmt skrefmikið og taktvisst. Ég var líka mjög hrifinn af Hrynjanda frá Hrepphólum. Hann reyndist okkur mjög vel.“
En var hann ekki bundinn á tölti?
„Nei ekki í eðli sínu. Það brotnaði í honum griffilbein þegar hann var fjögra eða fimm vetra og hann þoldi ekki mikla þjálfun. Ég var með hann á húsi í nokkra vetur. Ef hann var þjálfaður gætilega þá var hann mjög skemmtilegur á tölti. Hafði mikið fjaðurmagn. Hrynjandi er góður hestur.“
Af öðrum stóðhestum sem notaðir hafa verið á Skeiðháholti 1 í seinni tíð eru Andvari frá Ey, Galsi frá Sauðárkróki, Orri frá Þúfu, Vilmundur frá Feti, Aron frá Strandarhöfði, Dynur frá Hvammi, Númi frá Þóroddsstöðum, Hilmir frá Sauðárkróki, Svartur frá Unalæk, Kraftur frá Bringu, Krákur frá Blesastöðum 1a, Ómur frá Kvistum, Gári frá Auðsholtshjáleigu, Týr frá Skeiðháholti 3 , Mjölnir frá Hlemmiskeiði, Adam frá Ásmundarstöðum, Tjörvi frá Sunnuhvoli og svona mætti lengi telja.

Bríet frá Skeiðháholti

Bíet í kynbótadóm 5.vetra

Fífilbleikir gæðingar

Það vekur athygli í hrossahópnum á Skeiðháholti 1 að þar eru allmörg fífilbleik hross, en það er litur sem hefur frekar verið á undanhaldi.
„Það hefur ekki verið markmið að rækta fífilbleikt, en við eigum orðið nokkuð mörg hross með þeim lit. Mér finnst hann skemmtilegur. Fífilbleikt kemur út úr blöndu af móálóttu og rauðu. Það er meira tilviljun en ásetningur að bleiku hrossunum er að fjölga hjá okkur,“ segir Jón Vilmundarson.

Bríet frá Skeiðháholti

Vilmundur Jónsson og hryssan hans Bríet frá Skeiðháholti.

"viðtalið er tekið af Jens Einarssyni"